• kaffihus 2015 01
 • MG 9456
 • visbo2015 teaser
 • Lifandi kirkja - vaxandi kirkja

Kynntu þér starfið

Þú ert alltaf velkomin/n

Við tökum vel á móti þér

Um kirkjuna

 • Hugleiðing um andstreymi í upphafi árs 2016

  Nú er rétt mánuður liðinn af nýju ári 2016 og jólin eru svo til ný afstaðin, þar sem við minntumst fæðingu Jesú Krists og að hann kom í heiminn og varð hold – varð maður. Hann steig niður til okkar og íklæddist skykkju mennskunnar, til þess að vera hjá okkur, til þess að bera kennsl á okkur og að við  mættum kynnast honum. Hann kom til að gefa okkur sameiginlegan grundvöll til að byggja líf okkar á, en grunnur þessi er Nýja testamenntið. Boðskapurinn um lífið sjálft – boðskapur hjálpræðisins.

  Það er alveg magnað hvernig Jesús varð einn af okkur. Hann gekk um, gjörði gott og græddi alla þá sem voru undirokaðir af djöflinum. Hann kom til að segja okkur að hann væri ekki fjarlægur guð, ekki guð aðskilnaðar og sundurþykkis. Nei, hann kom til að tengja okkur við sig, tengja okkur við hvert annað í kærleika hans – brúa gjána sem var á milli syndugs mannkyns og Guðs, frá því syndafallið átti sér stað.

  Á lífsgöngu sinni hér á jörð stóð Jesús frammi fyrir mörgum áskorunum. Hann gekk í gegnum alla þá hluti sem þú og ég höfum reynt. Hann upplifði, gleði, hamingju og gerði mörg kraftaverk. En hann upplifði líka örvæntingu, hugarvíl, mikla þjáningu, ofsóknir, pyntingar – og að lokum dauða. En hann gafst aldrei upp! Fyrir það uppskar hann eins og hann sáði. Fullkominn sigur á krossinum og eilíft líf á himnum, við hægri hönd Guðs föðurins. Þaðan sem hann mun koma, til þess að dæma eftirlifendur og dauða, þaðan sem hann mun koma til að sækja þá sem á hann trúðu, okkur sem á hann trúum og þá sem munu trúa á hann í framtíðinni.

  Við sem manneskjur stöndum líka frammi fyrir mörgum áskorunum í þessu lífi. Flest viljum við eiga sem þægilegast líf og hafa sem minnst fyrir hlutunum. Við reynum allt hvað við getum til að finna lífshamingjuna og búa okkur öryggi. Margir byrja nýtt ár með því að heita á sjálfa/an sig um að verða betri manneskja, lifa heilsusamlegra lífi en á því umliðna, neyta hollari fæðu og tileinka sér betri lífsvenju. Allt er þetta gott og gilt! En hvernig maður eða kona vilt þú vera? Hvernig viðhorf hefur þú gagnvart mótlæti, stóru sem smáu og neikvæðri reynslu af lífinu?

  Framhald

InstagramBænarefni

Megum við biðja með þér?

Smelltu

unik logo

Samkomur unga fólksins

Föstudagskvöld kl.20

Meira um UNIK

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fim: 13 - 17 | Fös: 13 -16
Nánar um samkomur og aðra viðburði