• kaffihus 2015 01
 • MG 9456
 • visbo2015 teaser
 • Lifandi kirkja - vaxandi kirkja

Kynntu þér starfið

Þú ert alltaf velkomin/n

Við tökum vel á móti þér

Um kirkjuna

 • Guð fer ekki í manngreinarálit!

  Margir eru þeirrar skoðunar að Biblían, sem kristið fólk lítur á sem Guðs orð, sé hlaðin fordómum og mismunun. Þegar grant er skoðað er það mikill misskilningur. Í upphafi, þegar Guð skapaði heiminn og manninn og konuna í sinni mynd, þá setti hann strax tóninn varðandi algjöran jöfnuð kynjanna. Maðurinn er ekki skapaður meira í Guðs mynd heldur en konan. Frá upphafi setur Guð bæði konuna og manninn á sama stall í sköpun sinni – það er algjört jafnræði milli þeirra (1 Mós 1:26-27). Það er hvorki verið að upphefja eitt kynið né verðfella annað á kostnað hins.

  Það kemur víðar fram í Gamla testamenntinu að Guð fer ekki í manngreinarálit og er hægt að nefna sem dæmi 5. Mós 10:17. Ef við lítum svo á Nýja testamenntið þá sjáum við sama rauða þráðinn þar. Bæði Pétur og Páll, postular – lærisveinar Krists gerðu sér grein fyrir því að Guð fer ekki í manngreinarálit (Post 10:34 & Róm 2:11).

  Þó svo að kristnir menn séu af mismunandi þjóðfélagsstigum, þá erum við öll jöfn frammi fyrir Guði óháð kynferði, þjóðerni, útliti og uppruna. Bréf Páls til Fílemons fjallar einmitt um þetta atriði; Fílemon, húsbóndi Onesimusar – hann var þræll Fílemons – þeir voru bræður í Kristi. Guð gerir það ljóst að fagnaðarerindið um Jesú Krist er fyrir alla. Við eigum ekki að láta neinar hindranir koma í veg fyrir það, hvorki tungumál, landamæri, fjárhagslega stöðu né menntastig, halda okkur frá því að segja öðrum frá Kristi.

  Í bréfi Páls til kirkjunnar í Efesus kemur skýrt fram í kafla 2 (versum 14-22) að Kristur hefur rutt öllum þeim hindrunum úr vegi sem fólk hafði byggt upp á milli sín. Í Gamla testamenntinu aðgreindi Guð mannkynið aðeins í tvo flokka, Gyðinga og Heiðingja. Ásetningur Guðs var að Gyðingar yrðu konunglegt prestafélag sem mundi þjóna til Heiðingjanna. Þess í stað fylltust Gyðingarnir stolti og forhertu hjarta sitt og fyrirlitu þar með alla Heiðingja. Þetta undirstrikar fall mannkynsins og þátt syndarinnar í lífi okkar mannfólksins. Jesús batt enda á þetta er hann braut niður fjandskap og óvináttu þessara flokka.

  Framhald

InstagramBænarefni

Megum við biðja með þér?

Smelltu

unik logo

Samkomur unga fólksins

Föstudagskvöld kl.20

Meira um UNIK

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fös: 13 - 17
Nánar um samkomur og aðra viðburði