• MG 9456
 • visbo2015 teaser
 • Lifandi kirkja - vaxandi kirkja

Kynntu þér starfið

Þú ert alltaf velkomin/n

Við tökum vel á móti þér

Um kirkjuna

 • Fyrirgefning - Það er boðskapur dagsins

  Góðar fréttir fyrir þá sem eru með sundurkramið hjarta – fyrirgefning Guðs umlykur okkur og hylur. Guðfræðingurinn Karl Bart vissi allt um fyrirgefninguna. Hann sagði eitt sinn: “Við lifum eingöngu vegna fyrirgefningarinnar.” Hann er þarna að enturtaka boðskap Páls postula. Páll vissi hversu erfitt það var að fást við fyrirgefninguna. Hann segir á einum stað að hann þekki lögmálið betur en nokkur annar og hann hafi erfiðað við að fylgja því, því hann trúði í fyrstu að það væri leiðin til frelsunar. En í stað þess að það frelsaði hann og sefaði sársaukafullt hjartað, þá sakfelldi það hann. Og Páll var ekki einn um þá skoðun. Margir hafa upplifað svipaða hluti. Marteinn Lúther átti líka í erfiðleikum með þetta þar til hann uppgötvaði kærleiksríkan Guð. Okkur hefur verið fyrirgefið. Við eru réttlætt, ekki í okkar eigin mætti, heldur þess sem greiddi gjald syndarinnar fyrir okkur.

  “Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis. Gal 2: 21.

  Fyrirgefning! Náum við að fullu utan um þetta orð. Í frásögninni af Mörtu og Maríu sjáum við að María hafði að öllum líkindum náð utan um fyrirgefninguna – og það var þess vegna sem hún hellti olíunni á kærleiksríkan hátt yfir Jesú. Hún vildi blessa hann og sýna þakklæti í verki. Það er þess vegna sem hún ákvað að smyrja fætur Jesús með ilmsmyrslum og þvo fætur hans með hári sínu. Slík var dýptin á þakklæti hennar fyrir gjöf fyrirgefningarinnar sem Jesús veitti henni. Hefur þú fengið að upplifa kraft fyrirgefningarinnar? Mark Twain sagði að við værum eins og máninn – hvert og eitt okkar hefði sínar dökku hliðar sem ekki sjást dags daglega og enginn gæti séð. En Guð þekkir myrkrið sem er innra með okkur. Guð þekkir allar hugsanir okkar, gjörðir, óvingjarnleg orð og athafnir. Samt tekur Guð okkur eins og við erum – með okkar dimmu hliðar – vegna þess sem Jesús gerði á krossinum.

  Öllum okkar syndum, afbrotum, athöfnum og hugsunum hefur Guð sökkt í eitt skipti fyrir öll í haf fyrirgefningarinnar. Við komum til Guðs í þörf fyrir fyrirgefningu, fyrirgefningu vegna þess sem við höfum gert – og biðjum líka um styrk til að fyrirgefa öðrum. Allt of margir lifa í anda eða sýn Gamla testamenntisins. Fyrir þeim er Guð dæmandi guð, Guð hefndar og reiði. Það er eins og engin þörf hafi verið fyrir Jesú. Svo virðist sem að þeir sem starfa í anda GT þarfnist ekki fyrirgefningar hans – þarfnist ekki náðar hans.

  Framhald

InstagramBænarefni

Megum við biðja með þér?

Smelltu

unik logo

Samkomur unga fólksins

Föstudagskvöld kl.20

Meira um UNIK

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fim: 13 - 17 | Fös: 13 -16
Nánar um samkomur og aðra viðburði

(function(i,s,o,g,r,a,m){i['GoogleAnalyticsObject']=r;i[r]=i[r]||function(){ (i[r].q=i[r].q||[]).push(arguments)},i[r].l=1*new Date();a=s.createElement(o), m=s.getElementsByTagName(o)[0];a.async=1;a.src=g;m.parentNode.insertBefore(a,m) })(window,document,'script','//www.google-analytics.com/analytics.js','ga'); ga('create', 'UA-10844759-1', 'auto'); ga('send', 'pageview');