• visbo2017 teaser
 • MG 9456
 • eyjolfsstadir1
 • Lifandi kirkja - vaxandi kirkja

Kynntu þér starfið

Þú ert alltaf velkomin/n

Við tökum vel á móti þér

Um kirkjuna

 • Að hafa ekki stoð til að standa á

  Annar hluti af pistlinum: Hvað vantar í líf okkar?

  Einhver gæti sagt: „En ég lifi góðu lífi. Ég reyni að vera vingjarnlegur og nærgætinn við aðra. Ég lifi eftir Boðorðunum tíu.“ En mergur málsins er sá að Boðorðin tíu, eða lögmálið, eins og það er kallað í Biblíunni, var ekki gefið til þess að gera okkur góð, heldur til að sýna hversu slæm við í raun erum. Biblían segir „... með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrir lögmál kemur þekking syndar.“ Róm 3:20. Enginn getur réttlæst af lögmálsverkum eða því sem lögmálið segir. Tilgangur lögmálsins er til þess að við gerum okkur grein fyrir hversu syndug við erum. Þú gætir sagt að lögmál Guðs hafi verið sett fram til þess að „þagga niður í okkur“ og sýna okkur hversu sárlega við þurfum á hjálp og fyrirgefningu að halda, fyrir okkar dauðvona ástand sem syndarar. Lítum á versið hér að neðan til að átta okkur betur á alvarleika og eðli syndarinnar.

  1. Við höfum öll misst marks (Róm 3:23). „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, ...“

  Við höfum öll syndgað. Fyrir þá sem vilja lýsa því yfir að þessi eilífi sannleikur eigi ekki við um þá, segir vers tíu einfaldlega „Eins og ritað er: Ekki er neinn réttlátur, ekki einn.“ Róm 3:10. Annað orð yfir réttlátur er góður. Orðið réttlátur merkir; „Sá sem er eins og hann eða hún á að vera.“ Þegar Biblían segir að enginn sé réttlátur, eða góður, þá er ekki verið að vísa svo mikið til hegðunar heldur innri persónuleika – karakter.

  Hvað er nákvæmlega átt við með „Guðs dýrð“ sem talað er um í 23.versi Rómverjabréfsins, sem sagt er að okkur skorti? Guðs dýrð er algjör fullkomnun. Jesús sagði, „Verið þér því fullkomnir, eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.“ Matt 5:48. Með öðrum orðum, sérhver sem ekki er eins góður og Guð, er ekki skaplegur honum – er ekki ásættanlegur í Guðs augum. Ein skilgreining syndar, sem dregin er af gríska orðinu hamartia þýðir „að missa marks“. Hvað fullkomnun varðar, þá missum við oft svo mikils marks í lífinu. Þó að okkar synduga eðli geri okkur ókleift að lifa eftir viðmiðunum Guðs, þá getum við ekki eingöngu skellt allri skuldinni á okkar synduga eðli. Synd er einnig úthugsaður og vísvitandi verknaður.

  Lesa meira

Bænarefni

Megum við biðja með þér?

Smelltu

unik logo

Samkomur unga fólksins

Föstudagskvöld kl.20

Meira um UNIK

logo1 invert

Staðsetning

Fossaleyni 14
112 Reykjavík

Hafðu samband

Sími: 567 8800
Email: kristskirkjan@kristskirkjan.is

Opnunartímar

Þri - Fim: 13 - 17 | Fös: 13 -16
Nánar um samkomur og aðra viðburði